Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Vaxandi/Lækkandi röð

Er dýnan þín of gömul?

 

Góð ráð við val á dýnu

Vaknar þú hress og endurnærð(ur) á morgnana?  Góður nætursvefn er mikilvægur heilbrigði þínu og lífsgæðum. Góð dýna er grunnurinn að góðum nætursvefni.  Þess vegna er mjög mikilvægt 

að dýnan sem þú velur gefi þér einmitt þann stuðning sem þú þarft. Þessar leiðbeiningar hjálpa þér við að greina þarfir þínar og fá yfirsýn yfir úrval dýna í Rúmfatalagernum ehf. Mundu að starfsfólk 

verslana okkar er ætíð reiðubúið til að hjálpa þér frekar við valið – það er bara að spyrja.

Hvað þarftu að taka ákvörðun um og prófa áður en þú kaupir þér dýnu?

Athugaðu atriðin hér á eftir, þá ertu nokkuð öruggur:

• Stærðin. Dýnan ætti að vera minnst 10 sm. lengri en þú og eins breið og pláss er fyrir.

• Er dýnan ætluð þér og maka þínum? Þá þurfið þið bæði að skoða og prófa. Ef mikill munur er á hæð ykkar og þyngd gæti verið að þið þyrftuð tvær mismunandi dýnur.

• Þjáist þú af ofnæmi? Þá er svampdýna hugsanlega rétti valkosturinn fyrir þig

• Raki. Við svitnum á næturnar. Til að hindra að raki setjist í dýnuna gæti verið góð lausn að hafa yfirdýnu sem má þvo eða viðra.

• Koma börnin oft í rúmið? Þá er kostur að hafa breiða dýnu.

• Lestu í rúminu? Þá er gott að eiga rafmagnsrúm

• Prófaðu mýkt/stífleika. Prófaðu dýrnurnar í Rúmfatalagernum. Farðu úr jakka og skóm, taktu þér tíma og leggstu í rúmið. Leggstu eins og þú myndir gera heima í þínu eigin rúmi.

• Leggstu á bakið. Færðu nægan lendastuðning? Dýnan ætti að fylgja sveigju hryggsins. Ef myndast holrúm undir hryggnum er dýnan of stíf.

• Leggstu á hliðina. Síga axlir og mjaðmir vel niður í dýnuna? Mittið ætti að fá stuðning en hryggsúlan að vera lárétt.

• Prófaðu að snúa þér. Er auðvelt að snúa sér í rúmnu? Ef ekki, þá getur verið að þú sért að prófa of mjúka dýnu.

Skoðaðu úrvalið okkar af dýnum

 

Ameískar dýnur              

           Amerískar                                   Boxdýnur                                        Springdýnur                                     Svampdýnur                                        Yfirdýnur

 


Amerískar dýnur Yfirdýnur