Beint á efni síðunnar
Rúmfatalagerinn - Lógó
Vaxandi/Lækkandi röð

Um Rúmfatalagerinn

Um Rúmfatalagerinn

Rúmfatalagerinn er einhver kunnasta heimilisvöruverslun landsins og hreinlega vandfundinn sá Íslendingur sem ekki hefur einhverntíma átt þangað erindi. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 30ár en tilkoma þess markaði farsælt upphaf að útbreiðslu lágvöruverðsverslana hér á landi.

Í dag eru höfuðstöðvar Rúmfatalagersins staðsettar í Hlíðarsmára 11, Kópavogi.
Starfsemin fer einnig fram í sex öðrum útibúum; í Skeifunni, á Smáratorgi, á Granda, á Glerártorgi á Akureyri, í Bíldshöfða og á Selfossi.

Hjá fyrirtækinu eru um 180 fastráðnir starfsmenn auk ótölulegs fjölda sem gengur í hlutastörf.

Framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins er Magnús Kjartan Sigurðarson.

 

 
Skrifstofa Rúmfatalagersins er staðsett í Hlíðarsmára 11, 201 Kópavogi.

Í dag er starfsemi Rúmfatalagersins samnefnari yfir vandaðar og fjölbreyttar heimilisvörur á hagstæðu verði. 
Of langt mál væri að rekja allan þann aragrúa vöruliða sem þar er í boði. 
 
Rúm og rúmföt eru ennþá mjög atkvæðamikil í flórunni en að öðru leyti hefur úrvalið mótast út frá eftirspurn viðskiptavina varðandi vörur sem tengjast almennu heimilishaldi.

Helsta keppikefli Rúmfatalagersins í framtíðinni er að bjóða ávallt upp á einstakt vöruúrval á besta mögulega verðinu hverju sinni.